22/12/2024

Rjúpnaveiðin byrjar rólega

Allmargir veiðimenn fóru á fjöll nú um helgina til að líta eftir rjúpum. Eftir því heyrst hefur byrjar rjúpnavertíðin rólega og voru flestir að fá á bilinu 5-10 rjúpur yfir daginn. Snjór var á fjöllum uppi og bæði í dag og í gær var víða þokuslæðingur. Allmargir aðkomumenn voru á ferðinni á Ströndum um helgina vegna þess að rjúpnaveiðitímabilið var að byrja.