22/12/2024

River rafting í Selá

Núna í síðustu viku fóru krakkarnir sem að voru að klára 10. bekk í útskriftarferð sem þau skipulögðu með foreldrum. Krakkarnir ákváðu að fara í river rafting í Selá í Steingrímsfirði. Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum sótti þau á dráttarvél og sátu krakkarnir í vagninum frá Bólstað um torfærur og eftir árfarveginum að Gilsstöðum þar sem menn gerðu sig klára í bátanna. Tveir björgunarbátar voru mannaðir og síðan brunaði hópurinn niður ána. Eftir allan hamaganginn voru krakkarnir bæði blautir og kaldir, en engu að síður hæstánægðir með vel heppnaða ferð. Eftir hasarinn var síðan grillað svo að í lok dags voru allir bæði saddir og sælir.

Myndir úr útskriftarferðinni – ljósm. Jón Jónsson