25/04/2024

Rigning í morgunsárið

Eftir tveggja daga rífandi þurrk og blíðu á landinu og þar með á Ströndum, þá fór að rigna mjög óvænt nú undir morgunsárið a.m.k. í Hrútafirði. Þetta kom mönnum verulega á óvart þar sem veðurfræðingar hafa undanfarna daga keppst við að spá þurru og sól sem standa átti óslitið alla vikuna. Bændur voru farnir að vera afslappaðir við heyskapinn, ætluðu að taka þetta bara svona eftir hendinni og voru mættu meira að segja á réttum tíma í mat og kaffi og fóru tímanlega í háttinn.

Bóndi einn á ónefndum bæ inn í Hrútafirði varð argur þegar fór að rigna og sagði af því tilefni að nú væri full ástæða til að fækka veðurfræðingum um einn eða svo.  

Ljósm. Sveinn Karlsson