22/12/2024

Rauði krossinn með opið hús

Rauði krossinn í Strandasýslu verður með opið hús á Borgabraut á Hólmavík í dag þriðjudaginn 19. desember frá kl. 17-19. Tekið verður á móti fötum og áhugasamir geta skoðað húsið og spjallað við félaga Rauða krossins. Léttar veitingar verða á staðnum og allir eru velkomnir.