23/12/2024

Rafmagnslaust í Árneshreppi

Rafmagn fór af Árneshreppi 19:56 í gær, en komst á aftur í Trékyllisvík og norður í hrepp um klukkutíma síðar. Um 10 leytið í gærkvöld var hins vegar enn rafmagnslaust frá Finnbogastöðum og til Gjögurs og Kjörvogs, en menn voru þá á leið norður frá Orkubúinu á Hólmavík. Talið er að rofi hafi gefið sig í spennistöðinni í Bæ í Trékyllisvík. Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík var keyrð með díselrafstöð. Rafmagn komst síðan á aftur kl. 00:17 í nótt.