22/12/2024

Rafmagns- og nettruflanir

Rafmagn fór af Ströndum og reyndar mest öllu Vesturlandi og Vestfjörðum í stuttan tíma um kl. 11 í morgun. Örbylgjusamband Snerpu fór um leið út á Drangsnesi og sveitunum í sunnanverðum Steingrímsfirði sem nota örbylgjusambandið. Búnaður í Sævangi sem miðlar sambandinu á milli Hólmavíkur og Drangsness reyndist ekki hafa farið í gang með eðlilegum hætti þegar rafmagn komst á aftur. Þetta kom í ljós þegar að honum var hugað nú á þriðja tímanum.