09/09/2024

Kynningarfundi frestað

Fyrsta fundinum í röð kynningarfunda fyrir sameiningar-kosningar sveitarfélaga á Ströndum sem átti að vera í Broddanesskóla í kvöld hefur verið frestað. Verður hann þess í stað á morgun, miðvikudaginn 28. september kl. 20:00. Í framhaldinu verða svo haldnir fundir í Árneshreppi fimmtudaginn 29. september kl. 20:00 í félagsheimilinu Árnesi, í Hólmavíkurhreppi þriðjudaginn 4. október kl. 20:00 í félagsheimilinu og í Kaldrananeshreppi fimmtudaginn 6. október kl. 20:00 í samkomuhúsinu Baldri.