22/12/2024

Ráðstefna um Hornstrandir

Ráðstefna um skipulagsmál á Hornströndum verður haldin 26.-27. janúar í Hömrum á Ísafirði. Til umfjöllunar verður landnýting og framtíðarskipulag svæðisins. Fjallað verður um hvernig má mæta þörfum hagsmunaaðila, án þess að skerða náttúruleg og menningarleg verðmæti svæðisins. Reynt verður að fá fram sem flest sjónarmið þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við framtíðarskipulag svæðisins. Hagsmunaaðilar og sérfræðingar munu ræða um verndun, ferðaþjónustu og nýtingu landeigenda á svæðinu og á öðrum sambærilegum svæðum. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald.

Dagskrá ráðstefnunnar er þannig:

Föstudagur, 26. janúar

12:30-13:00   Afhending gagna
13:00-13:15   Setning
  Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra,
  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
13:15-13:30   Aðalskipulag, stefnumörkun um landnotkun
  Birna Björk Árnadóttir, Skipulagsstofnun
13:30-13:50   Friðlönd og þjóðgarðar
  Árni Bragason, Umhverfisstofnun
13:50-14:10   Stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum 
  í fyrrum Sléttu-, Grunnavíkur- og Snæfjallahreppum 1995-2015
  Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Skipulagsstofnun
14:10-14:25   Þjóðlendur og eignarlönd
  Kristín M. Gunnarsdóttir, Óbyggðanefnd
14:25-14:30   Væntanlegt fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum
  Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands
14:30-14:50   Fyrirspurnir
14:50-15:15   Kaffi
15:15-15:30   Veiðistjórnun fugla og spendýra á Íslandi
  Áki Ármann Jónsson, veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar
15:30-15:45   Fornleifar í norðanverðum Ísafjarðarbæ
  Ragnar Edvardsson, Náttúrustofu Vestfjarða
15:45-16:05   Svipmyndir frá Hornströndum – nýjungar í ferðaþjónustu
  Rúnar Óli Karlsson, Borea Adventures
16:05-16:20   Náttúrufar Hornstranda og aðliggjandi svæða
  Þorleifur Eiríksson, Náttúrustofu Vestfjarða
16:20-16:40   Sjálfbær þróun og sjálfbær ferðaþjónusta
  Kjartan Bollason: Háskólanum á Hólum
16:40-17:00   Saga búsetu og landnýtingar á Hornströndum
  Andrea Harðardóttir, sagnfræðingur
17:00-17:20   Fyrirspurnir

Laugardagur, 27. janúar

09:00-09:20   Þolmörk ferðamannasvæða
  Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands
09:20-09:40   Hornstrandir: Samfélag og náttúruvernd
  Stefán Gíslason, Umís ehf.
09:40-10:00   Hvert stefnir í ferðaþjónustu – hagræn áhrif
  og möguleikar til framtíðar
  Edward Huijbens, Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands
10:00-10:15   Uppbygging ferðaþjónustu í Reykjarfirði
  Þröstur Jóhannesson, landeigandi í Reykjarfirði
10:15-10:40   Kaffi
10:40-11:00   Náttúruvernd á Hornströndum
  Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
11:00-11:20   Aðgengi að Hornströndum
  Guðni Einarsson, framkvstj. Klofnings
11:20-11:45   Fyrirspurnir
11:45-12:45   Matarhlé
12:45-13:05   Efnahagslegur ávinningur náttúruverndarsvæða
  Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur  á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
13:05-13:35   Nature Conservation and Development in Iceland /
  Náttúruvernd og nýting á Íslandi
  Jack Ives, Senior Advisor on Mountain Ecology and Sustainable Development,
  University Nations University / Sérfræðingur hjá Háskóla Sameinuðu Þjóðanna
13:35-14:00   Kaffi
14:00-14:20   Framtíðarskipulag Hornstranda og nágrennis:
  Sjónarmið Landeigenda. Frá fortíð til framtíðar.
  Matthildur Guðmundsdóttir, Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
14:20-14:40   Framtíðarskipulag Hornstranda og nágrennis: .
  Sjónarmið ferðaþjónustu. Meiri vinna við að minna á að minna
  er meira: Sýn Vesturferða á stöðu Hornstranda 2020.
  Gylfi Ólafsson, Vesturferðum
14:40-15:00   Framtíðarskipulag Hornstranda: Sjónarmið náttúruverndar
  Jón Björnsson, landvörður í Hornstrandafriðlandi
15:00-15:10   Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020
  Gunnar Páll Eydal, Teiknistofunni Eik
15:10-16:00   Pallborð – umræður