22/12/2024

Ráðlagður dagskammtur af dansi

Strandamenn og nærsveitungar eru minntir á að skráningarfrestur er nú að renna út á námskeiðið Ráðlagður dagskammtur af dansi sem verður haldið á laugardag ef þátttaka fæst. Farið er í gegnum Rytmana 5. Í flæði finnum við mýktina, í stakkató sækjum við kraftinn, í kaos sleppum við takinu og í lýrík svífum við leikandi létt og hvílum loks í kyrrð. Þannig er dansað í gegnum bylgju sem skilar dansaranum ferskari og meira lifandi upp að strönd lífsins. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir hádegi á morgun miðvikudaginn 16. febrúar og er hægt að skrá þátttöku á www.frmst.is.

Kennari er Sigurborg Kr. Hannesdóttir og verð kr. 11.500 – Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Hólmavík og er 6 kennslustundir.