05/10/2024

PubQuiz á Café Riis og spilavist í Tjarnarlundi

640-pubquis1

Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni um páskana á Ströndum, eins og víðar. Á skírdag ber það helst til tíðinda að íslenska landsliðið í fótbolta er að spila landsleik við Dani sem byrjar kl. 19:00 og er hægt að horfa á hann á Restaurant Galdri á Hólmavík. Þá verður spilavist í Tjarnarlundi í Saurbæ og verður byrjað að spila kl. 19:30, en Strandamenn hafa jafnan mætt vel á félagsvist þar. PáskaPubQuiz verður svo haldið á Café Riis á Hólmavík sama dag og hefst það kl. 21:00.