13/10/2024

Íbúafundur í Strandabyggð

580-ibuafundur1

Þriðjudaginn 5. apríl verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 17:00 og 19:00 í tengslum við stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Á fundinum mun Þorgeir Pálsson fara yfir helstu niðurstöður úr íbúakönnun sem framkvæmd var dagana 13.-21. janúar síðastliðinn. Í framhaldi af því verður farið í hugmyndavinnu og forgangsröðun verkefna, með það að leiðarljósi að efla samfélagið og gera Strandabyggð áhuga- og eftirsóknarverðari að búa í. Frá þessu er sagt á vef Strandabyggðar og allir íbúar eru hvattir til að koma og taka þátt.