22/12/2024

PubQuis á Hólmavík á föstudag

Næstkomandi föstudagskvöld, þann 18. mars, verður Pub Quis spurningaleikur á Café Riis á Hólmavík. Skemmtunin hefst kl. 21:00 og að vanda þurfa gestir að glíma við 30 misjafnlega erfiðar spurningar. Að þessu sinni sjá þjóðfræðingarnir Kristinn Schram og Jón Jónsson um að semja og spyrja spurninganna sem eru um allt milli himins og jarðar. Gleðin verður við völd á Café Riis á meðan á keppni stendur.