16/06/2024

Þjóðhátíðarkaffi í Sævangi


Ágætis aðsókn hefur verið að Sauðfjársetrinu í Sævangi í byrjun sumars. Í tilefni af 17. júní verður glæsilegt þjóðhátíðar kaffihlaðborð. Það hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 18:00. Boðið verður upp á allsskonar kræsingar og kökur. Auk þess er kjörið að heilsa upp á æðarkollurnar í Orrustutanga en á dögunum voru nokkur hreiður merkt í fjöruferð á vegum Sauðfjársetursins.