29/05/2024

Prins Póló á Cafe Riis

Í kvöld, fimmtudaginn 11. ágúst, er tilvalið að skella sér út að borða á veitingastaðnum Cafe Riis á Hólmavík og hlusta síðan á skemmtilega tónlist. Hljómsveitin Prins Póló verður með tónleika í pakkhúsinu og þeir hefjast um klukkan 22:00, tónleikarnir eru hluti af Vestfjarðartúr Kimi Records og hljómsveitarinnar Prins Póló. Cafe Riis er fyrsti viðkomustaðurinn í túrnum, en þeir munu stoppa á nokkrum bestu veitingastöðunum á norðurhjara veraldar og njóta þess að spila tónlist og borða góðann mat. Eldhúsið sjálft lokar klukkan 21:00 svo allir geta notið tónleikanna saddir og sælir.