12/12/2024

Pizzudagur við Steingrímsfjörð

Café RiisHólmvíkingar og nærsveitungar sleppa að mestu við uppvask eftir kvöldmatinn á morgun ef þeir taka áskorun Café Riis um að hafa pizzu í kvöldmatinn, en Café Riis tekur á móti pizzupöntunum milli kl. 17:30 og 20:00 annað kvöld.  Ekki verður opið í sal en bökuunnendur geta sótt pizzurnar og snætt þær heima eða hvar annarsstaðar sem þeir kjósa. Við eldhúsborðið ef ekki vill betur til. Síminn á Café Riis er 451 3567.