22/12/2024

Óskað eftir upplýsingum um opnunartíma

Þrátt fyrir að nú sé haustlegt um að litast er Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík nú í óðaönn að undirbúa sumarstarfið og viða að sér upplýsingum til að miðla til ferðafólks og heimamanna. Því er óskað eftir að þjónustuaðilar sem hafa áhuga á að sinna gestum sínum sem allra best og hafa ákveðinn daglegan opnunartíma og kannski misjafnan á sumri og vetri sendi upplýsingar um þessa hluti á info@holmavik.is. Miðstöðin verður opnuð 1. júní og starfar til 31. ágúst og verður opin daglega frá 8-17. Fréttir af ferðaþjónustunni eru einnig vel þegnar í sama netfang. Enn vantar öflugan starfsmann í hlutastarf á miðstöðina í sumar, einkanlega í júní, og geta áhugasamir haft samband í sama netfang.