18/04/2024

Strandamenn í þjóðkirkjunni

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands frá 1. desember 2005 tilheyra langflestir Strandamenn þjóðkirkjunni. Í þeim átta sóknum sem tilheyra Hólmavíkurprestakalli eru 639 sálir af 662 alls sem tilheyra þjóðkirkjunni og þar með útgáfu Lúters karlsins á kristinni trú. Þetta á til dæmis við um alla íbúa Óspakseyrarsóknar og Melgraseyrarsóknar. Einn vantar hins vegar upp á fullt hús í þjóðkirkjunni í Árnessókn, Nauteyrarsókn og Kollafjarðarnessókn. Í Prestbakkasókn í Hrútafirði sem tilheyrir Melstaðarprestakalli eru hins vegar 89 í þjóðkirkjunni af 99 íbúum í sókninni og í Kaldrananessókn aðeins 19 af 23.

  Íbúar alls       Í þjóðkirkjunni

Kaldrananessókn

23

19

Drangsnessókn

89

86

Hólmavíkursókn

391

378

Kollafjarðarnessókn

64

63

Nauteyrarsókn

7

6

Melgraseyrarsókn

10

10

Árnessókn

50

49

Óspakseyrarsókn

28

28

Prestbakkasókn

99

89

Ekki kemur fram hvaða öðrum trúflokkum aðrir íbúar Stranda tilheyra eða hvort þeir skrá sig utan trúflokka. Á landsvísu eru 84% íbúa í þjóðkirkjunni þannig að ef að hugur fylgir máli hefur biskup lúterska safnaðarins fulla ástæðu til að vera fjallkátur með Strandamenn.