26/12/2024

Opnunartími verslana

Kaupfélagið á HólmavíkNú er einn helsti verslunardagur ársins skollinn á, Þorláksmessan. Verslanir Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi og Hólmavík verða opnar í dag frá 9-22 í kvöld. Einnig verður opið á morgun aðfangadag frá kl. 10-12. Þá er opið á Jólamarkaði Strandakúnstar í gamla kaupfélagshúsinu á Hólmavík frá 14:00-18:00.