15/04/2024

Opnunartími Upplýsingamiðstöðvarinnar styttur

Allir í sundiÁ fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var ákveðið að sundlaugin á Hólmavík verði opin 9-21 virka daga og 10-18 um helgar frá 1. júní til 31. ágúst í sumar. Þá var samþykkt að opnunartími Upplýsingamiðstöðvarinnar í Félagsheimilinu verði styttur nokkuð frá síðustu árum og hún verði opin 8-17 alla daga frá 10. júní til 31. ágúst. Ekki var sátt um þessar tillögur sem voru samþykktar með þremur atkvæðum gegn tveimur. Hins vegar var samþykkt samhljóða að frá og með næsta ári yrði rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar og sundlaugarinnar sameinaður.