22/12/2024

Opinn míkrafónn og skemmtun á Café Riis

Í sumar hefur verið starfandi listahópur á Hólmavík sem kallast Strandir í verki og er það Leikfélag Hólmavíkur sem stendur fyrir því í samvinnu við Strandabyggð, Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum. Leiðbeinandi hópsins er Rakel Ýr Stefánsdóttir. Nú ætlar hópurinn að vera með skemmtikvöld og opinn míkrafón á Café Riis fimmtudagskvöldið 19. júlí og byrjar skemmtunin kl. 20. Öll eru velkomin og frítt inn. Þau sem vilja geta tekið þátt og hægt að láta vita á staðnum.

Hópurinn hefur m.a. sýnt leikþætti á Hamingjudögum á Hólmavík og Náttúrubarnahátíðinni í Sævangi.