24/06/2024

Ofsaveður í aðsigi?

Allt fært - nærri þvíVeðurspáin fyrir næsta sólarhring er af verra taginu fyrir Strandamenn. Vindhraðinn fyrri part dags verður 18-23 m/s, hvassast við ströndina. Eftir hádegi á vindurinn að aukast talsvert og vera á bilinu 20-28 m/s. Mögulegt er að í mestu vindhviðum fari vindhraðinn í allt að 40 m/s, sem er fárviðri. Í fyrramálið á síðan að lægja í 10-15 m/s og rigna síðdegis. Hiti verður þá á bilinu 0-5 stig.


Fólk er hvatt til að huga að lausamunum úti við sem gætu fokið og fylgjast vel með veðri og veðurspám í dag. Ef líf og limir eru í hættu vegna veðurs er betur heima setið en af stað farið.