27/02/2024

Öflugur jarðskjálfti skók Hólmavík

Öflugur jarðskjálfti varð í dag klukkan 15:45 og átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og raunar allt til Ísafjarðar. Grjóthrun er í Vestmannaeyjum og vegurinn undir Ingólfsfjalli er lokaður. Á Hvolsvelli fannst skjálftinn einnig vel en ekki hrundu munir úr hillum. Hólmvíkingar urðu einnig varir við jarðskjálftann. Á galdrasafninu var hópur fólks að skoða sýninguna þegar jarðskjálftinn reið yfir. Húsið gekk í bylgjum og galdrakústurinn féll á gólfið. Var gestum nokkuð brugðið þegar hann tókst á flug. Afar sjaldgæft er að jarðskjálfti láti finna fyrir sér á Hólmavík.


Galdrakústurinn