22/12/2024

Ófærð á vegum

Á HoltavörðuheiðiEins og flestir vita þá hefur verið töluverð ófærð á vegum landsins undanfarna daga. Slæmt veður var á Holtavörðuheiði í gær og lokaðist hún um tíma. Björgunarsveitir voru kallaðar á heiðina í gærkvöldi og fóru bílar bæði frá Borðeyri og Hvammstanga til aðstoðar vegfarendum sem voru í vandræðum. Þá var tveimur sjúkrabílum, bæði frá Hvammstanga og Blönduósi, veitt aðstoð við að komast yfir. Töluvert er um að illa búnir vörubílar valdi töfum á heiðinni þegar færðin er slæm.