11/11/2024

Unnið við frárennsli á Borðeyri

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var á ferð um Borðeyri í dag og rakst þá á þessa tvo drengi, þá Hannes Hilmarsson og Heiðar Þór Gunnarsson, sem voru að gera klárt til að setja niður nýja  sameiginlega rotþró fyrir Riishús og húsnæði Lækjargarðs ehf. Fengu þeir piltar dygga aðstoð frá Þorgerði Gló Tómasdóttur. Bæjarhreppur hefur staðið fyrir átaki sem stuðlar að því að gengið verði endanlega frá frárennslum í sveitarfélaginu samkvæmt reglugerð þar um. Hefur hreppurinn styrkt íbúa sveitafélagsins bæði til kaupa á rotþróm og við niðursetningu þeirra. Þetta er annað árið sem átakið stendur yfir og er þokkalega á veg komið.

Ljósm. Sveinn Karlsson.