05/10/2024

Nýtt upplýsingaskilti við innkeyrsluna að Hólmavík

Sett hefur verið upp nýtt upplýsingaskilti við innkeyrsluna að Hólmavík, en það er hannað af Ástu Þórisdóttur. Leysir það af hólmi eldra skilti sem mátti muna fífil sinn fegri og var orðið úrelt að mörgu leyti. Skiltið sýnir götur Hólmavíkur og þjónustu sem þar er á boðstólum og svífur galdraþema yfir vötnum. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir uppsetningu skiltisins.

580-thjonustuskilti1 580-thjonustuskilti2

Nýja upplýsingaskiltið við Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson