10/12/2024

Nytja- og handverksmarkaður í Riishúsinu á Borðeyri


Nokkrar konur í Bæjarhreppi hafa tekið sig saman og sett upp nytja- og handverksmarkað ásamt kaffisölu í Riishúsinu á Borðeyri. Þetta átak er söfnun fyrir áframhaldandi endurbyggingu Riishússins. Allur ágóði af nytjamarkaðinum gengur beint til hússins. Handverkshópurinn Grúska leggur til posa og hluti af kaffisölunni gengur einnig í sjóðinn, en Riishúsið hefur verið í viðgerð í nokkur ár. Þetta er eitt elsta verslunarhús landsins var reist 1862. Mikið er í húfi að framkvæmdir geti haldið áfram því aðeins vantar herslumuninn að hægt sé að klára neðri hæð hússins. Opið á milli kl. 14:00-17:00 alla daga í sumar fram til 10. ágúst.

Allar framkvæmdir við viðgerðir hússins hafa verið kostaðar til af styrkjum og gjöfum og ekki nokkur króna verið tekin að láni, nema formaður Riishúshópsins hefur lagt út fyrir rafmagni tímabundið þegar sjóðurinn hefur klárast.