14/11/2024

Nýr vefur með þrautum og leikjum

Vefurinn www.heilabrot.is er nýr íslenskur vefur sem helgaður er þrautaleikjum. Á honum er að finna þrautaleiki af öllum gerðum s.s. orðaleiki, rökleiki, talnaleiki (t.d. sudoku), athyglisleiki (t.d. finna mismuninn, felumyndir og tengja þrjá saman), eðlisfræðileiki, kapla, töfl og margt fleira. Auk þess að vera góð afþreying henta margir leikjanna sem aukaefni eða kveikjur í kennslu, s.s. í ensku, stærðfræði, eðlisfræði, nýsköpun, hönnun og smíði.

Líkt og líkaminn þarf heilinn æfingu til að haldast í góðu formi og heilabrot og þrautaleikir eru einmitt afbragðs heilaleikfimi. Aðstandendur vefsins er sprotafyrirtækið Ís-leikir ehf. sem hefur hannað og gefið út nokkra litla leiki fyrir vefinn þar á meðal leikinn Witch in 60 Seconds sem vann nokkur verðlaun í Biggest Flash Game keppninni á áströlsku leikjasíðunni Fizzy.com.