13/12/2024

Fundur sveitarstjórna á Vestfjörðum með ríkisstjórn Íslands

Fundi ríkisstjórnar Íslands og sveitarstjórna á Vestfjörðum sem vera átti á Ísafirði í vikunni hefur verið frestað fram í næstu viku og verður hann að óbreyttu haldinn næstkomandi þriðjudag, 22. mars. Á fundinum gefst sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum tækifæri á að setja fram helstu áherslur sínar og hugarðefni í samskiptum við ríkisvaldið. Síðar sama dag er síðan fyrirhugaður ríkisstjórnarfundur á Ísafirði.