26/12/2024

Nýr framkvæmdastjóri AtVest ráðinn

Frá HólmavíkÞorgeir Pálsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. og mun hefja störf um næstu
mánaðamót. Þorgeir er 44 ára gamall og lauk BS námi í sjávarútvegsfræðum frá
Háskólanum í Bodö í Noregi árið 1988, framhaldsnámi í alþjóðaviðskiptum frá
Norwegian School of Management í Skedsmo í Noregi árið 1989 og er að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík
innan skamms. Þorgeir hefur m.a. starfað hjá Marel hf., Útflutningsráði Íslands,
ICECON og IMG Ráðgjöf auk þess að hafa verið stundakennari í alþjóðaviðskiptum
við ýmsa skóla undanfarin ár. Þorgeir er Strandamönnum af góðu kunnur en hann á
sumarhús á Hólmavík og á ættir að rekja þangað.