14/12/2024

Kökuhlaðborð á Hótel Djúpavík

Á sunnudaginn um verslunarmannahelgi, þann 31. júlí, verður eitt af kökuhlaðborðum sumarsins haldið á Hótel Djúpavík. Slík hlaðborð eru reglulega yfir sumarið og er enginn svikinn af þeim gómsætu kökum og kræsingum sem þar eru í boði. Kaffihlaðborðið á Hótel Djúpavík hefst kl. 14:00.