22/12/2024

Ný tímasetning á gamlársmótinu

Vegna fjölda áskoranna hefur tímasetningu á Gamlársmótinu í innanhúsbolta í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík verið breytt og hefst mótið kl. 14:00 á morgun, laugardaginn 30. desember. Bakkelsi í boði Myllunnar (og Flosa Helgasonar) verður á boðstólum og mikið um dýrðir ef að líkum lætur. Þátttaka í gamlársmótinu hefur verið góð þau ár sem það hefur verið haldið. Nóg er að mæta á staðinn og menn þurfa ekki að vera í ákveðnu liði, það er leyst á staðnum. Eins er hægt að skrá lið hér á spjallinu á strandir.saudfjarsetur.is.