22/12/2024

Ný fjárrétt að rísa í Hrútafirði

Nú nálgast göngur og réttir óðfluga og leitarseðlarnir líta dagsins ljós einn af öðrum. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hyggst næstu daga birta þá seðla og aðrar upplýsingar og fréttir sem berast um göngur og réttir, auk þess að setja réttardagana á atburðadagatalið á vefnum svo gestir og heimamenn allir geti tekið virkan þátt í þessari skemmtun. Þegar fréttaritari var á leið um Hrútafjörð á dögunum voru menn að vinna þar í að reisa nýja fjárrétt úr timbri við Hvalsá og í síðustu fundargerð hreppsnefndar Bæjarhrepps kemur fram að uppi eru hugmyndir um að vígja hana á réttardaginn.

bottom

frettamyndir/2007/580-rett-i-smidjum2.jpg

Réttin að rísa – Ljósm. Jón Jónsson