22/12/2024

Ný bók um Bæjarættina

Ættarsamtök Bæjarættarinnar hafa gefið út bókina Fyrir opnu hafi: saga Guðmundar Guðmundssonar og Ragnheiðar Halldórsdóttur í Bæ á Selströnd, ásamt niðjatali þeirra hjóna. Ritstjórar eru Benedikt Jónsson og Þorkell Örn Ólason. Björn H. Björnsson ritar inngangsorð um hvert systkinanna í Bæ. Auk ættfræðiupplýsinga og sögu hjónanna í Bæ eru í bókinni ljóð og viðtöl sem tekin voru við flest systkinanna í Bæ. Ítarleg nafnaskrá fylgir ritinu. Jafnframt er í bókinni ítarlegur formáli um aðdraganda útgáfunnar sem ritaður er af Guðmundi Ragnari Ingvasyni fyrir hönd útgáfunefndar.

Bókin er 215 x 275 mm að stærð, 384 bls. og prýdd fjölda mynda. Bókin
kostar kr. 7.500,- frá Ættarsamtökunum og má panta á tölvupóstfanginu baejaraettin@simnet.is, og í síma
891-8291.