19/04/2024

Ný bók: Minningar af Ströndum

Út er komin hjá bókaforlaginu Skruddu bókin Minningar af Ströndum – Frá Smáhömrum og Þrúðardal eftir Óla E. Björnsson. Þar segir frá uppvaxtarárum Óla á þessum tveimur bæjum í Strandasýslu, auk þess sem hann greinir frá kynnum sínum af fjölda fólks nyrðra, fyrr og síðar. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Ekki þarf að orðlengja að mikill fengur er að þessari bók fyrir alla Strandamenn, enda er höfundur þekktur fyrir að segja skemmtilega frá.

Í kynningu á bókarkápu segir:

"Í þessari bók segir Óli E. Björnsson aðallega frá tveimur sveitabæjum í Strandasýslu, Smáhömrum í Tungusveit og Þrúðardal í Kollafirði. Á fyrrnefnda bænum fæddist hann og bjó til sex ára aldurs en á hinum var honum komið fyrir til sumardvalar fram að fermingaraldri. Óli kemur víða við, rekur sögu bæjanna og greinir frá ábúendum, lýsir náttúrufari og staðháttum af kunnáttu og segir frá starfi fólks og iðju á þessum bæjum og víðar á Ströndum. Allt blandast þetta lýsingum á atburðum úr æsku hans á þessum slóðum. Hér er haldið til haga miklum fróðleik um líf Strandamanna, einkum á fyrri hluta 20. aldar."

 

Minningar af Ströndum – bók eftir Óla E. Björnsson