20/04/2024

Þegar piparkökur bakast…

Nú þegar jólin eru á allra næsta leyti er ekki seinna vænna en að huga að jólakökubakstrinum. Öruggast er að byrja ekki of snemma í kökugerðinni, því þá er hætt við því að þær klárist allar fyrir jól – nema að menn baki þeim mun meira af kökum og fleiri sortir. Börnin á leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík láta sitt ekki eftir liggja í þessum hluta jólaundirbúningsins því á dögunum skelltu þau í piparkökudeig, flöttu það út, bjuggu til kalla, kellingar og alls kyns önnur form og bökuðu síðan í ofninum. Þá var eftir að skreyta kökurnar og var það gert með mikilli nákvæmni. Starfsmenn leikskólans smelltu nokkrum myndum af krökkunum og hér er hægt að skoða nokkrar þeirra:

Piparkökudrengirnir

holmavik/leikskolinn/500-piparkokur1.jpg

holmavik/leikskolinn/500-piparkokur3.jpg

holmavik/leikskolinn/500-piparkokur5.jpg

Ljósm. Sigurrós, Alda og Kolla.