16/10/2024

Noregsferð Tónskólans á Hólmavík

Frá skólaslitum 2006Þrir nemendur Tónskólans á Hólmavík, þær Agnes Björg Kristjánsdóttir, Anna Lena Victorsdóttir og Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir sem allar eru í 7. bekk, hafa verið valdar fyrir hönd Tónskólans til að fara til Hole í Noregi og taka þar þátt í samspilsdögum þann 3.-6. maí. Kennarar Tónskólans þau Stefanía og Bjarni Ómar hafa í vetur metið nemendur með tilliti til framfara, mætinga og margra fleiri þátta og þessar 3 stúlkur urðu þar í efstu sætum.

Fararstjóri í ferðinni verður Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarkennari. Hann sér einnig um að undirbúa spilamennsku stelpanna en auðvitað kostar það mikla æfingu að spila saman á svo stórri tónlistarhátíð.

Strandabyggð styrkti Noregsfarana um 35 þúsund krónur á síðasta fundi sveitarstjórnar.