27/02/2024

Náttfataball á Lækjarbrekku

Í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík var haldið heilmikið náttfataball á öskudaginn. Þá mættu öll börn og starfsfólk í náttfötum og svo var kötturinn sleginn úr tunnunni. Börnin skemmtu sér hið besta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru við þetta tækifæri af starfsmönnum leikskólans.

Ljósm. Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sigurrós Þórðardóttir