Categories
Frétt

Flugeldasýning og sala

Í dag er opin flugelda- og jarðeldasala hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík frá kl. 15-18, fyrir þá sem vilja kveðja jólin og fagna þrettándanum með tilþrifum. Eru Strandamenn hvattir til að styðja við björgunarsveitirnar með flugeldakaupum og minnt er á að síðasti dagur í bili þar sem leyfilegt er að skjóta upp flugeldum er í dag. Jafnframt verður Dagrenning með flugeldasýningu í kvöld kl. 20:00 á hafnarsvæðinu á Hólmavík og er fólki bent á að planið við kirkjuna er ágætur útsýnisstaður.