22/12/2024

Námskeið í ullarþæfingu á Sauðfjársetrinu

645-saevangur
Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 26. október. Kennari verður listakonan Margrét Steingrímsdóttir, sem var með sýningu á þæfðum myndum á listasviðinu í Sævangi í sumar. Kennd verður undirstaða í þæfingu á ull og hver þátttakandi gerir tvo til fjóra hluti. Námskeiðið hentar einnig lengra komnum. Námskeiðið byrjar kl. 11:00 og stendur til kl. 15:00. Þátttökugjald er kr. 9.500,- innifalið er allt efni og súpa í hádeginu. Skráning á námskeiðið er hjá Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins í síma: 823-3324.