04/10/2024

Félagsmiðstöðin Ozon heimsækir Sauðfjársetrið

IMG_7205

Venjulega eru opin hús hjá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík haldin í húsnæði Grunnskólans á Hólmavík, en á dögunum breytti unglingadeildin út af þeirri venju. Héldu krakkarnir á Sauðfjársetrið í Sævangi og héldu þar opið hús með „íslensku þema“. Á boðstólum voru svið, sviðalappir og sviðasulta, blóðgrautur og rabbarbaragrautur. Spilað var bingó, sunginn fjöldasöngur og hlustað á myrkrið. Skemmtu krakkarnir sér hið besta á þessu óvenjulega opna húsi.