26/04/2024

Myndir af skemmdum á Hólmavík

Nú klukkan 14:00 er ennþá bálhvasst við Steingrímsfjörð á Ströndum, þó ekki sé um að ræða óveður eins og í nótt og morgun. Það lægði nokkuð fyrir hádegi, en hvessti svo aftur af vestri og blæs hraustlega. Björgunarsveitarmenn á Hólmavík voru að störfum í morgun frá sjö til tíu, en talsverðar skemmdir urðu á grindverkum og garðhúsum, auk þess sem þakplötur og klæðningar losnuðu á stöku stað. Kristín S. Einarsdóttir fór út með myndavélina í morgun kl. 10:00 þegar björgunarsveitarmenn höfðu að mestu leyti lokið sínum verkefnum og Jón Jónsson fór svo með myndavélina á rúntinn um Hólmavík laust fyrir hádegi.

Gripið var til þess ráðs að nota lyftara til að halda þakinu á verkstæði við Hafnarbraut – ljósm. Kristín

frettamyndir/2006/580-ovedur8.jpg

Í baksýn sést að flagnað hefur verulegt stykki af múrhúðinni á gamla vatnstanknum til viðbótar við það sem þegar var losnað – ljósm. Jón

Ein hliðin á nýja sparkvellinum var losnuð og var gripið til þess ráðs að halda við með bíl – ljósm. Kristín

Eins og sjá má hefur hliðin gefið töluvert eftir undan vindinum – ljósm. Jón.

bottom

Stefán Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík – ljósm. Kristín

bottom

Ingimundur Pálsson og Sverrir Guðbrandsson glaðbeittir að vanda þrátt fyrir rokið – ljósm. Kristín

Skúr við hús við Kópnesbraut var mölbrotinn – ljósm. Kristín

1

Verulegar skemmdir á klæðningu á húsi við Hafnarbraut – ljósm. Jón

Garðhýsi eða gróðurhús við Kópnesbraut ónýtt – ljósm. Jón

Ekki allra geðslegasta jólaskrautið þetta árið – ljósm. Jón

frettamyndir/2006/580-ovedur12.jpg

Verulegt rusl er á girðingum og víðar í Skeljavík, til dæmis réttargirðingunni – ljósm. Jón

frettamyndir/2006/580-ovedur10.jpg

Þetta er ekki alveg eins slæmt og það lítur út fyrir. Hér var verið að klæða þakið á Steinhúsinu og eftir var að klæða hluta af þakinu. Pappinn er samt vissulega ónýtur þar sem ekki var búið að setja járnið á – ljósm. Jón

Gömlu húsin á Kópnesinu stóðu af sér veðrið, en nokkrar járnplötur losnuðu þó – ljósm. Jón

Fleiri plötur voru lausar að neðanverðu – ljósm. Eysteinn Gunnarsson

bottom

Járnið hefur losnað efst á þakinu á hesthúsabragganum í Skeljavík eins og sést ef vel er rýnt í myndina – ljósm. Jón

Viðbygging ofan við hesthúsið er líka horfin út í veður og vind – ljósm. Jón