09/09/2024

Myndband Snorra Helga tekið á Drangsnesi

snorrihelga-vittutil

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur gefið út ljómandi góða nýja plötu sem ber titilinn Vittu til og kom hún út um miðjan júlí. Nú hefur einnig komið út myndmband með tiltillaginu og er það aðgengilegt á Youtube rás Snorra. Strandamönnum til talsverðrar gleði er Drangsnes í aðalhlutverki í myndbandinu og eru klippur frá íþróttavellinum, félagsheimilinu og kaupfélaginu sem hafa greinilega verið teknar í tengslum við tónlistarhátíðina Sumarmölina í vor.