14/10/2024

Mótorhjólamenning á Hólmavík

Mjög vaxandi mótorhjóla- og vespumenning einkennir nú mannlífið á Hólmavík og eru fjölmargir farnir að æfa mótorkross í nýrri braut við Hvítá, rétt innan við Hólmavík. Nú eru æfingabúðir fyrir vélhjólaakstur á Hólmavík og er ökukennari frá Akureyri á svæðinu og kennir á mótorhjól. Eru stífar æfingar stundaðar á flugvallarendanum á Kálfanesskeiði. Alls eru átta manns að taka mótorhjólapróf að þessu sinni og fer prófið sjálft fram á Blönduósi.