25/04/2024

Morgunkyrrð við Steingrímsfjörð

Það eru ekki síðri möguleikar á að njóta náttúrufegurðar á Ströndum fyrir morgunhana, en þá sem vaka fram eftir. Oft er logn og blíða við Steingrímsfjörðinn snemma að morgni og sólin varpar geislum sínum á himinn og haf þegar hún birtist upp yfir Skagafjöllin í austri. Fréttaritari fór í morgungöngu á móti sól með myndavélina og rakst á margvíslega fugla og fénað. Gæsir voru áberandi, selir lágu á skerjum og úið í æðarkollunni barst langar leiðir utan af firði í logninu. Lágur fossniður heyrðist vel og bátavél var kominn í gang handan fjarðar.

580-fostudagur1 580-fostudagur2 580-fostudagur3 580-fostudagur5 580-fostudagur4 580-fostudagur

Morgunfegurð á Ströndum – Ljósm. Jón Jónsson