26/04/2024

Míla bauð lægst í fyrri áfanga ljósleiðarahringtengingu Vestfjarða

580-kollafjordur-trollin

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun í verkefnið ljósleiðarahringtenging Vestfjarða, en þar er um að ræða fyrri áfanga hringtengingar þar sem ljósleiðari verður lagður frá Hrútafjarðarbotni til Hólmavíkur. Fyrirhugað er að ráðast í síðari hluta verkefnisins á næsta ári og loka hringnum með lagningu ljósleiðara um Djúp. Við opnun tilboða hjá Ríkiskaup voru lesin upp nöfn bjóðenda, tilboðsfjárhæð og verklok. Lægsta boð átti Míla ehf  eða rúmar 56 milljónir og var miðað við verklok í desember 2015. Orkufjarskipti hf buðu 92 milljónir og verklok í október 2015 og Tengir hf bauð 123 milljónir og miðaði við verklok 31. desember.