04/10/2024

Vortónleikar Norðurljósa 1. maí

nordurljoskor

Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. maí kl. 14.00. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleikari er Viðar Guðmundsson. Að tónleikum loknum verður veglegt kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík sem er innifalið í miðaverði sem er 2500 fyrir fullorðna og 1500 fyrir börn. Tekið er við kortum.