04/05/2024

Mikilvægt að skrá sig í skrautskriftina

Um næstu helgi, 25.-26. febrúar verður haldið skrautskriftar-námskeið í Grunnskólanum á Hólmavík ef næg þátttaka fæst. Á laugardeginum er námskeiðið frá kl. 10 að morgni til 5 síðdegis. Á sunnudeginum er námskeiðið frá kl. 1 eftir hádegi til 5 síðdegis. Mikilvægt er að skrá sig í síðasta lagi á fimmtudaginn kemur, 23. febrúar. Námskeiðsgjald, krónur 6000 er innheimt á staðnum (ekki tekin greiðslukort). Í auglýsingu frá kennaranum Jens Guð segir:

"Nú bíður Fræðslumiðstöð Vestfjarða þér tækifæri til að læra og ná fullum tökum á skrautskrift á aðeins 2 dögum. Þú þarft aðeins að hafa skrifblokk og gott skap meðferðis. Allt annað (skrautskriftarpenni, gyllingarpenni, forskriftarbók o.þ.h.) er innifalið í vægu þátttökugjaldi. Kenndir eru leyndardómar gotneska skrautskriftarletursins og skreytiaðferðir með og án gyllingar. ALLIR geta lært skrautskrift: Börn, aldraðir, örvhentir, illa skrifandi o.s.frv. Þetta er auðveldara en þú heldur. Kennari er Jens Guð, vinsælasti skrautskriftarkennarinn hérlendis og í nágrannalöndum, m.a. vegna hraðvirkrar kennslutækni.

Láttu vini þína vita af þessu tækifæri til að vinna sér inn aukatekjur í framtíðinni með því að skrautskrifa firmamerki, auglýsingar, tilkynningar, viðurkenningarskjöl, heiðursskjöl, meistarabréf, jarðarfaraborða, nöfn fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, merkja innan í bækur o.s.frv. Væri ekki gaman að skrautskrifa innan í fermingarkortin og -bækurnar?"

Upplýsingar og innritun eru hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456-5025 www.frmst.is og hjá Stínu í síma 8673164 og stina@holmavik.is