23/12/2024

Mikið framundan í torfærunni

Torfærukappinn Daníel Ingimundarson hefur tekið stefnuna á Egilsstaði um helgina en þar er torfærumót. Á síðasta móti á Akureyri náði hann fimmta sæti. "Það er svo sem ágætt," segir Daníel, "en ég stefni auðvitað á að vinna þetta helv… – það er alltaf stefnan." Sýnt verður frá keppninni á Akureyri í Mótorsporti í kvöld hjá RÚV. Daníel verður einnig á torfærubílnum á Hamingjudögum á Hólmavík, en þá verður heilmikið sjóv þar sem tveir torfærubílar takast á í reipitogi og einnig verður burn-out keppni á bryggjunni milli torfærubíla.