28/03/2024

Steinadalsheiði orðin fær

Steinadalsheiði (vegur nr. 69) hefur nú verið lagfærð og er fær fjórhjóladrifsbílum samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Steinadalsheiðin er stuttur fjallvegur milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Steinadals og Gilsfjarðarbrekku. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna, Strandasýslu, A-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Malarvegur liggur um heiðina og lokast yfir veturinn. Vöð eru á tveimur litlum ám Steinadalsmegin. Á árunum 1933-1948 var Steinadalsheiðin aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta.