26/12/2024

Mikið fjör á Bryggjuhátiðinni

Mikið fjölmenni var á Bryggjuhátíð á Drangsnesi í gær, í blíðskaparveðri. Dagskráin var þétt skipuð af allra handa skemmtun, dorgveiðikeppnin og sjávarréttasmakkið voru á sínum stað og vinsælt að venju, fjölmargir fóru í bátsferðir í Grímsey, grillað var við samkomuhúsið og kvöldvakan og varðeldur voru sérlega vel heppnuð. Drangsnesingar sigruðu í landsleiknum í fótbolta við Hólmvíkinga og dansleikurinn sem skemmtunin endaði á var fjölsóttur. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og tók nokkrar myndir hér og þar í þorpinu.

1

Löng röð í sjávarréttasmakkið – grásleppan í ostrusósunni var frábær!

Fjölmenni á landsleik

Litið til baka á leiðinni í Grímsey

Sölutjöld voru á hátíðinni með handverk og fleira

Björgunarskip frá Skagaströnd var til sýnis

atburdir/2007/580-bryggjuhatid9.jpg

Strandahestar voru á staðnum

atburdir/2007/580-bryggjuhatid8.jpg

Sjávarréttasmakkið sívinsæla

atburdir/2007/580-bryggjuhatid6.jpg

Mikið að gera á grillinu

atburdir/2007/580-bryggjuhatid5.jpg

Menn vönduðu sig að velja góða bita

atburdir/2007/580-bryggjuhatid4.jpg

Ari Jónsson skemmtir

atburdir/2007/580-bryggjuhatid2.jpg

Líf og fjör í heitu pottunum

atburdir/2007/580-bryggjuhatid15.jpg

Rafmagnið fór af Kaupfélaginu um stund – en það reddaðist fljótlega og allir voru kátir

atburdir/2007/580-bryggjuhatid13.jpg

Raggi Torfa stjórnaði kvöldvöku og fjöldasöng eins og herforingi

atburdir/2007/580-bryggjuhatid12.jpg

Allir skemmtu sér vel á kvöldvökunni

atburdir/2007/580-bryggjuhatid10.jpg

Mikil fagnaðarlæti bárust út í Grímsey frá fótboltavellinum – sennilega hafa Drangsnesingar skorað

Siggi Atla sigldi jafnt í logninu, á móti vindinum og undan honum, kannski einhverjir galdrar í spilinu

Ljósm. Jón Jónsson